Kjúklingur með mango chutney sósu

Sennilega eiga allir þessa uppskrift í einhverri útgáfu, en þar sem þessi réttur er svo góður ætla ég samt að setja uppskriftina hér inn

1 kg. beinlaus kjúklingur, bringur eða læri
1 krukka (ca. 250 gr.) mango chutney
1 dós (400 gr.) kókosmjólk
1-2 tesk. karrý
4 hvítlauksrif
Salt og pipar

Ef notaðar eru bringur eru þær skornar í 2-3 bita hver en lærin eru höfð heil. Kjúklingurinn steiktur í olíu á pönnu, kryddaður með salti og pipar og settur í eldfast mót. Smá olíu bætt á pönnuna, karrýið og hvítlaukurinn sett út í, síðan mango chutney. Kókosmjólk hellt út á og látið malla saman í nokkrar mínútur. Hellt yfir kjúklinginn og bakað við 175° í 15-20 mínútur. Borið fram með hrísgrjónum og góðu salati

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þessi var virkilega góður
Fanney sagði…
Gaman að heyra - þetta er einn af okkar uppáhalds réttum!
Kv.
Fanney
Nafnlaus sagði…
hey prófaði uppskriftina ég og kalling elskum þetta :D

bætti feskri steinselju við sem var æðislegt elska matarbloggið þitt mun nýta mér það í eldhúsinu :d
Fanney sagði…
Takk - það er gaman að heyra það! Ég er viss um að það er gott að bæta steinselju við - prófa það kannksi næst!
Kv.
Fanney
Nafnlaus sagði…
Góðan dag
Hvað er ein krukka mikið?? og ein dós?? gott væri að fá grömm eða dl. með.
Takk og kveðja
B
Takk fyrir þessa ábendingu - ég bæti þessu við uppskriftina! Ætli krukka af Mango Chutney sé ekki um 250 grömm og dós af kókosmjólk er um 4 dl.

Kv.
Fanney