Goan lambakjöt

Goan lambakjöt750 gr. lambakjöt
2 laukar
10 hvítlauksrif
1 tesk. turmeric
1 stjörnuanís
1 tesk. sjávarsalt
1 dós kókosmjólk

Engifermauk:
10 hvítlauksrif
50 gr. ferskt engifer
3 græn chilli

Saxið lauk og hvítlauk og mýkið á pönnu. Skerið kjötið í litla bita og bætið því á pönnuna. Steikið í nokkrar mínútur eða þar til kjötið hefur brúnast lítillega. Maukið hvítlauk, engifer og chilli og bætið saman við ásamt turmeric og látið malla í 6-7 mínútur. Blandið kókosmjólkinni þá saman við ásamt salti og stjörnuanís og látið sjóða við vægan hita í 30-40 mínútur. Dreifið söxuðu koriander yfir.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þetta blogg er það allra flottasta og besta matarblogg sem ég hef rekist á. Þúsund þakkir :-)

Með kveðju

Sandra María
Fanney sagði…
Takk kærlega fyrir það :-) Það er gaman að heyra!
Kv.
Fanney