Camembert brauðréttur

Camabert brauðréttur
5-7 franskbrauðssneiðar - skorpan skorin af og brauðið skorið í litla bita
7 sneiðar skinka
1 camembert ostur
2 dl. rjómi
2-3 litir af papriku - skorin í litla bita

Smyrjið eldfast mót og setjið brauðið í botninn. Skinkan skorin í litla bita og sett ofan á. Camembert og rjómi sett í pott og látið bráðna saman. Gott getur verið að hræra ostasósuna saman með töfrasprota eða handþeytara. Ostinum hellt yfir brauðið og skinkuna og paprikubitunum dreift yfir. Bakað við við 160-170° í um 15 mínútur eða þar til rétturinn er heitur í gegn. Athugið að hann á ekki að brúnast.
Berið fram með rifsberjahlaupi

Ummæli